Heimsveldi við hengiflug Þorvaldur Gylfason skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Saga Bandaríkjanna er stutt, samfellt ævintýri. Ekkert land hefur í tímans rás uppskorið viðlíka velvild og aðdáun umheimsins og Bandaríkin, virðist mér, jafnvel ekki Frakkland, vagga nútímans.Forusturíki hins frjálsa heims Samt er saga Bandaríkjanna engin geislabaugssaga. Bandaríkjamönnum er talið til tekna að hafa brotizt undan yfirráðum Englendinga í byltingarstríðinu 1775-1783, en við þá sögu er því að bæta að Bandaríkjamenn frömdu þjóðarmorð á þeim Indjánum sem fyrir voru í landinu. Þá staðreynd hafa Bandaríkjamenn æ síðan farið með sem feimnismál í kennslubókum og fjölmiðlum þótt það sé nú loksins að breytast. Bandaríkjamenn komu sér upp prýðilegri stjórnarskrá 1787 án afskipta þingmanna þótt hún hafi að vísu reynzt meingölluð eins og nú hefur enn einu sinni komið á daginn og þarfnist því frekari lagfæringar. Bandaríkjastjórn reis gegn þrælahaldi sem kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 620.000 mannslíf, en það tók heila öld til viðbótar að tryggja blökkumönnum full mannréttindi til jafns við hvíta menn; enn vantar þó talsvert á fullt jafnrétti. Bandaríkjamenn komu Evrópu til hjálpar í báðum heimsstyrjöldum 20. aldar og hafa æ síðan verið nánir bandamenn Evrópulanda í ótryggum heimi. Eftir síðari heimsstyrjöldina gerðust Bandaríkin, þá orðin ríkasta land heimsins, helzta forusturíki hins frjálsa heims. Margir deila á Bandaríkin fyrir misheppnaða utanríkisstefnu sem leiddi m.a. til stuðnings Bandaríkjanna við einræðisstjórnir víða um heim, t.d. í Kongó og Sádi-Arabíu, og einnig fyrir innrásina í Írak 2003 sem leiddi beint af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna stal forsetakosningunni 2000 með því að afhenda George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. E.t.v. hefur ekkert eitt atvik skaðað ásjónu Bandaríkjanna til jafns við þessa skyssu Hæstaréttar. Vantraust Bandaríkjamanna í garð yfirvalda hefur ágerzt. Aðeins tíundi hver Bandaríkjamaður ber traust til þingsins í Washington skv. könnun Gallups. Fjáraustur hagsmunahópa í stjórnmálamenn og flokka skv. nýlegri heimild Hæstaréttar, njósnir um óbreytta borgara undir yfirskini hryðjuverkavarna og pyndingar stríðsfanga hafa ásamt öðru orðið til þess að óháðir sérfræðingar gefa Bandaríkjunum ekki lengur fullt hús stiga fyrir frelsi og lýðræði. Lífskjör venjulegra launþega stöðnuðu á meðan auðmenn muldu undir sjálfa sig og sína. Bankar hrundu. Jafnvel bílafyrirtækin í Detroit reyndust vera svo illa rekin að þau voru þjóðnýtt um skeið til að halda í þeim lífinu. Margt gekk þó vel, t.d. tæknibyltingin sem gerði Apple að langverðmætasta fyrirtæki heims.Fyrsti svarti forsetinn – og síðan fyrsti sósíalistinn eða fyrsta konan? Bandaríkjamenn brugðust við þessari þróun með því að kjósa sér blökkumann sem forseta 2008, demókratann Barack Obama, umbótasinnaðan öldungadeildarþingmann frá Illinois. Repúblikanar brugðust hart við, svo hart að flokkarnir tveir á Bandaríkjaþingi geta varla talazt við. Fasteignajöfurinn Donald Trump í New York gekk í að grafa undan forsetanum með því að dreifa þeim orðrómi að forsetinn væri fæddur í Keníu og hefði því logið sig til valda þar eð stjórnarskráin mælir fyrir um að forsetinn þurfi að vera fæddur í Bandaríkjunum. Annað var eftir þessu. Flokksmenn í báðum flokkum risu upp gegn flokkseigendum. Uppreisninni lyktaði í flokki repúblikana með útnefningu Trumps sem forsetaframbjóðanda flokksins í óþökk margra forustumanna repúblikana. Svipuð atlaga var gerð í Demókrataflokknum þar sem lýðræðissósíalistinn Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, talaði máli þeirra sem höllum fæti standa, en hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Hillary Clinton, fv. utanríkisráðherra og forsetafrú. Nei, Trump vann Ég skrifaði á þessum stað 28. júlí sl.: „Sumir þeirra sem mæra bandarísku stjórnarskrána frá 1787 þótt hún sé meingölluð gætu átt eftir að vakna upp við vondan draum nú í nóvember. Þá getur það t.d. gerzt að Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, nái kjöri sem forseti með 270 kjörmenn að baki sér gegn 268 kjörmönnum fyrir Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, jafnvel þótt Clinton fái … fleiri atkvæði en Trump á landsvísu. … Þetta gæti gerzt ef spádómur Michaels Moore, kvikmyndagerðarmannsins góða, gengur eftir. Moore spáir Trump sigri í sömu 24 fylkjum og Mitt Romney vann í forsetakosningunum 2012 og að Trump bæti við sig fjórum ryðbeltisfylkjum: Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og Wisconsin. Það er allt sem þarf. Rök Moores eru m.a. þau að ryðbeltisfylkin fjögur eiga margt sammerkt með þeim hlutum Englands sem réðu úrslitum í atkvæðagreiðslunni um úrsögn Bretlands úr ESB í júní, m.a. lágar tekjur, litla menntun og hátt hlutfall eldra fólks.“ Þessi spásögn Michaels Moore gekk eftir. Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði á landsvísu en Trump. Atkvæðamunurinn er 200.000 og getur átt eftir að aukast þar eð talningu er ekki lokið til fulls. Trump fékk eigi að síður fleiri kjörmenn en Clinton. Þetta er í fimmta skiptið sem sá sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þarf að lúta í lægra haldi. Það gerðist síðast 2000 með þeim hörmulegu afleiðingum sem ég lýsti að framan að Hæstiréttur lét það henda sig að stöðva talningu atkvæða og stela kosningunni handa George W. Bush. Sigur Trumps nú getur þó varla skoðazt eingöngu sem uppreisn gegn ríkjandi ástandi þar eð repúblikanar halda meiri hluta sínum í báðum deildum Bandaríkjaþings, engin uppreisn þar. Nú er að sjá hvernig Bandaríkjunum reiðir af undir forustu nýs forseta sem fráfarandi forseti hefur lýst óhæfan til starfans. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Saga Bandaríkjanna er stutt, samfellt ævintýri. Ekkert land hefur í tímans rás uppskorið viðlíka velvild og aðdáun umheimsins og Bandaríkin, virðist mér, jafnvel ekki Frakkland, vagga nútímans.Forusturíki hins frjálsa heims Samt er saga Bandaríkjanna engin geislabaugssaga. Bandaríkjamönnum er talið til tekna að hafa brotizt undan yfirráðum Englendinga í byltingarstríðinu 1775-1783, en við þá sögu er því að bæta að Bandaríkjamenn frömdu þjóðarmorð á þeim Indjánum sem fyrir voru í landinu. Þá staðreynd hafa Bandaríkjamenn æ síðan farið með sem feimnismál í kennslubókum og fjölmiðlum þótt það sé nú loksins að breytast. Bandaríkjamenn komu sér upp prýðilegri stjórnarskrá 1787 án afskipta þingmanna þótt hún hafi að vísu reynzt meingölluð eins og nú hefur enn einu sinni komið á daginn og þarfnist því frekari lagfæringar. Bandaríkjastjórn reis gegn þrælahaldi sem kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 620.000 mannslíf, en það tók heila öld til viðbótar að tryggja blökkumönnum full mannréttindi til jafns við hvíta menn; enn vantar þó talsvert á fullt jafnrétti. Bandaríkjamenn komu Evrópu til hjálpar í báðum heimsstyrjöldum 20. aldar og hafa æ síðan verið nánir bandamenn Evrópulanda í ótryggum heimi. Eftir síðari heimsstyrjöldina gerðust Bandaríkin, þá orðin ríkasta land heimsins, helzta forusturíki hins frjálsa heims. Margir deila á Bandaríkin fyrir misheppnaða utanríkisstefnu sem leiddi m.a. til stuðnings Bandaríkjanna við einræðisstjórnir víða um heim, t.d. í Kongó og Sádi-Arabíu, og einnig fyrir innrásina í Írak 2003 sem leiddi beint af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna stal forsetakosningunni 2000 með því að afhenda George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. E.t.v. hefur ekkert eitt atvik skaðað ásjónu Bandaríkjanna til jafns við þessa skyssu Hæstaréttar. Vantraust Bandaríkjamanna í garð yfirvalda hefur ágerzt. Aðeins tíundi hver Bandaríkjamaður ber traust til þingsins í Washington skv. könnun Gallups. Fjáraustur hagsmunahópa í stjórnmálamenn og flokka skv. nýlegri heimild Hæstaréttar, njósnir um óbreytta borgara undir yfirskini hryðjuverkavarna og pyndingar stríðsfanga hafa ásamt öðru orðið til þess að óháðir sérfræðingar gefa Bandaríkjunum ekki lengur fullt hús stiga fyrir frelsi og lýðræði. Lífskjör venjulegra launþega stöðnuðu á meðan auðmenn muldu undir sjálfa sig og sína. Bankar hrundu. Jafnvel bílafyrirtækin í Detroit reyndust vera svo illa rekin að þau voru þjóðnýtt um skeið til að halda í þeim lífinu. Margt gekk þó vel, t.d. tæknibyltingin sem gerði Apple að langverðmætasta fyrirtæki heims.Fyrsti svarti forsetinn – og síðan fyrsti sósíalistinn eða fyrsta konan? Bandaríkjamenn brugðust við þessari þróun með því að kjósa sér blökkumann sem forseta 2008, demókratann Barack Obama, umbótasinnaðan öldungadeildarþingmann frá Illinois. Repúblikanar brugðust hart við, svo hart að flokkarnir tveir á Bandaríkjaþingi geta varla talazt við. Fasteignajöfurinn Donald Trump í New York gekk í að grafa undan forsetanum með því að dreifa þeim orðrómi að forsetinn væri fæddur í Keníu og hefði því logið sig til valda þar eð stjórnarskráin mælir fyrir um að forsetinn þurfi að vera fæddur í Bandaríkjunum. Annað var eftir þessu. Flokksmenn í báðum flokkum risu upp gegn flokkseigendum. Uppreisninni lyktaði í flokki repúblikana með útnefningu Trumps sem forsetaframbjóðanda flokksins í óþökk margra forustumanna repúblikana. Svipuð atlaga var gerð í Demókrataflokknum þar sem lýðræðissósíalistinn Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, talaði máli þeirra sem höllum fæti standa, en hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Hillary Clinton, fv. utanríkisráðherra og forsetafrú. Nei, Trump vann Ég skrifaði á þessum stað 28. júlí sl.: „Sumir þeirra sem mæra bandarísku stjórnarskrána frá 1787 þótt hún sé meingölluð gætu átt eftir að vakna upp við vondan draum nú í nóvember. Þá getur það t.d. gerzt að Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, nái kjöri sem forseti með 270 kjörmenn að baki sér gegn 268 kjörmönnum fyrir Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, jafnvel þótt Clinton fái … fleiri atkvæði en Trump á landsvísu. … Þetta gæti gerzt ef spádómur Michaels Moore, kvikmyndagerðarmannsins góða, gengur eftir. Moore spáir Trump sigri í sömu 24 fylkjum og Mitt Romney vann í forsetakosningunum 2012 og að Trump bæti við sig fjórum ryðbeltisfylkjum: Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og Wisconsin. Það er allt sem þarf. Rök Moores eru m.a. þau að ryðbeltisfylkin fjögur eiga margt sammerkt með þeim hlutum Englands sem réðu úrslitum í atkvæðagreiðslunni um úrsögn Bretlands úr ESB í júní, m.a. lágar tekjur, litla menntun og hátt hlutfall eldra fólks.“ Þessi spásögn Michaels Moore gekk eftir. Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði á landsvísu en Trump. Atkvæðamunurinn er 200.000 og getur átt eftir að aukast þar eð talningu er ekki lokið til fulls. Trump fékk eigi að síður fleiri kjörmenn en Clinton. Þetta er í fimmta skiptið sem sá sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þarf að lúta í lægra haldi. Það gerðist síðast 2000 með þeim hörmulegu afleiðingum sem ég lýsti að framan að Hæstiréttur lét það henda sig að stöðva talningu atkvæða og stela kosningunni handa George W. Bush. Sigur Trumps nú getur þó varla skoðazt eingöngu sem uppreisn gegn ríkjandi ástandi þar eð repúblikanar halda meiri hluta sínum í báðum deildum Bandaríkjaþings, engin uppreisn þar. Nú er að sjá hvernig Bandaríkjunum reiðir af undir forustu nýs forseta sem fráfarandi forseti hefur lýst óhæfan til starfans. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun