Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í dag út nýjan tölvuleik. Leikurinn er aðgengilegur á emmsje.is og má greinilega sjá á samfélagsmiðlum að Íslendingar eru sjúkir í þennan leik.
Ástæðan fyrir því að Gauti gefur út tölvuleikinn er sú að verið er að telja niður í nýja plötu sem kemur út frá rapparanum þann 17. nóvember. Platan heitir einmitt 17. nóvember.
Markmiðið með leiknum er að hjálpa Gauta að komast á Prikið, og þykir mörgum það mjög erfitt. Hér má spila leikinn.
