Poppstjarnan Nik Kershaw kominn til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 20:42 Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög