Það að mæta sem Angela Davis í Hvíta húsið er ansi stór yfirlýsing bæði í ljósi viðburða seinustu daga sem og þess sem Davis stóð fyrir. Nýkjörinn forseti Bandaríkjana, Donald Trump hefur verið sakaður um að vera rasisti og hann var staddur í hvíta húsinu sama dag. Angela Davis er ein frægasta baráttukona fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum.
Taylor var klædd í flauels dragt í rúllukragabol undir með afró hár og stóra eyrnalokka. Á einni myndinni sem hún deildi á Instagram stóð hún fyrir framan málverk af Hillary Clinton til þess að senda sterk skilaboð til umheimsins.
