Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 09:59 Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49