Serge Gnabry fékk draumabyrjun hjá þýska landsliðinu í kvöld þegar hann skoraði þrennu í8 8-0 sigri Þýskalands á San Marinó í undankeppni HM 2018.
Það var orðið afar langt síðan að Þjóðverji skoraði þrennu í sínum fyrsta landsleik. Síðastur á undan Gnabry til að ná því var Dieter Müller sem skoraði þrennu í sínum fyrsta landsleik 17. júní 1976 eða fyrir meira en fjórum áratugum síðan.
Þrenna Dieter Müller var söguleg en hún kom í undanúrslitaleik á EM í Júgóslavíu 1976. Müller kom þá inná á 79. mínútu og tryggði þýska liðinu framlengingu. Müller skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í framlengingunni og tryggði þýska liðinu sæti í úrslitaleiknum.
Dieter Müller skoraði líka eitt mark í úrslitaleiknum og varð markakóngur EM 1976 en þýska liðið tapaði úrslitaleiknum eftir vítakeppni á móti Tékkóslóvakíu.
Werder Bremen keypti Serge Gnabry frá Arsenal í sumar og hann fékk nú tækifæri í A-landsliðinu eftir að hafa skorað 4 mörk fyrir Bremen í fyrstu 9 leikjunum á tímabilinu.
Arsenal-menn fengu ekki að sjá mikið af honum. Serge Gnabry spilaði 11 leiki og í aðeins 483 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Hann var með eitt mark á þessum tíma en markið sem hann skoraði fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni kom í 2-1 sigri á Swansea 28. September 2013.
Fyrsti Þjóðverjinn í 40 ár sem skorar þrennu í fyrsta landsleiknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
