Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 13:00 „Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26
Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00
Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00
Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00