Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 13:00 „Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26
Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00
Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00
Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00