Körfubolti

Njarðvík skoraði aðeins 22 stig á síðustu 30 mínútunum gegn meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir hefur spilað vel að undanförnu.
Berglind Gunnarsdóttir hefur spilað vel að undanförnu. vísir/eyþór
Snæfell vann auðveldan sigur á Njarðvík, 38-69, þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni í dag.

Carmen Tyson-Thomas er frá vegna meiðsla og án hennar áttu Njarðvíkingar enga möguleika gegn Íslands- og bikarmeisturunum sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi Domino's deildar kvenna.

Njarðvík var yfir eftir 1. leikhluta, 16-13, en skoraði aðeins 22 stig á síðustu 30 mínútum leiksins.

Snæfell vann 2. leikhlutann 21-5 og í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 38-69.

Aaryn Ellenberg-Wiley var atkvæðamest í liði Snæfells með 20 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir kom næst með 12 stig en Gunnhildur systir hennar lék ekki með Snæfelli í dag vegna höfuðmeiðsla.

Björk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Njarðvík sem er með átta stig í 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×