
Þegar réttrúnaðurinn hitti ömmu sína
Þegar kemur að umræðum um bandarísku forsetakosningarnar fær maður yfirleitt aðeins að heyra aðra hlið málsins í fjölmiðlum. Hér þykir sjálfsagður hlutur að vera á móti Trump og öllu því sem hann stendur fyrir. Það er búið að ákveða að hann sé gjörsamlega óhæfur og á óbeinan hátt er öllum skylt að hafa þá skoðun.
Þessi pólitíska rétttrúnaðarhugsun er orðin pínu þreytt. Fólk á ekki að þurfa að ganga meðfram veggjum með skoðnir sína á erlendum forsetakosningum. Pólitískur heilaþvottur fjölmiðla áorkar litlu í þessum efnum nema þá að mynda eins kona míkró-múgæsingu og andúð á persónu sem við höfum aldrei hitt persónulega. Enn einu sinni er skoðun margra þögguð niður. Þessu hef ég sjálfur orðið vitni að á kaffistofunni eins og margir aðrir. Þessi skoðanakúgun veit ekki á fagleg vinnubrögð þeirra sem eru ábyrgir fyrir að færa okkur fréttir án þess að menga þær með skoðunum og einhvers konar pólitískum rétttrúnaði.
Það getur vel verið að Hillary sé betri kostur en Trump. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það, enda ekki mitt að vita. En hvernig væri að fá pínulítið jafnvægi í umræðuna? Ef tveir eða fleiri eru fengnir til að tjá sig um þessar kosningar í einhverjum fjölmiðlinum, þá eru yfirleitt allir á móti Trump. Enginn ver málsstað Trump, heldur hjálpast allir að við að finna honum flest til foráttu, flaggandi faglegum menntatitlum sínum til að dulbúa ósanngjarna afgreiðsluna. Því miður er staðan orðin sú að fólk þorir ekki að standa með Trump opinberlega hér heima. Ég er viss um að það eru fjölmargir sem segjast styðja Hillary eingöngu vegna þess að það þorir ekki að viðra sínar efasemdir um hana.
Þegar maður fylgist með faglegum umræðum erlendis um Hillary og Trump, heyri ég jafnvel hina hörðustu opinberu gagnrýnendur Trump megna að telja upp kosti hans sem gagnast gætu bandarísku þjóðinni. Þennan þroska sé ég ekki í umræðunni hér heima. Umræðurnar hér eru að mínu mati á lægra plani.
Staðreyndin er sú að allir þeir tugir milljóna sem kusu Trump hafa séð eitthvað jákvætt við hans framboð og eru sannfærðir um að hann sé betri kostur en Hillary. Rúmur helmingur kjósenda kusu ekki Hillary – og ólíklegt er að það hafi verið í einhverri meðvirkni, þar sem það virðist vera vinsælla að standa með Hillary. Eða er kannski allur þessi fjöldi sem kaus Trump bara samansafn af vitgrönnum kjósendum? Er íslenska þjóðin með allt miklu meira á hreinu en bandaríska þjóðin hvað sé best fyrir bandarískan almenning? Okkar rúmlega 330.000 á móti 62.900.000 manns sem kusu "ómerkinginn"? Ætlum við að fullyrða að tugir milljónir kjósenda hafi rangt fyrir sér eingöngu vegna þess að við hérna örfá á eyju metum svo vera? Mér finnst jákvætt og eðlilegt að lagi fólk standi með Hillary og verðskuldar hún svo sannarlega lof fyrir allt það góða sem hún stendur fyrir. En þetta þarf auðvitað að ganga á báða bóga.
Ég er Íslendingur og get ekki kosið sem Bandaríkjamaður. Ég þarf ekki að standa með Trump eða Hillary. Ég þarf einfaldlega ekki að hafa skoðun á þessu. En ég stend með jafnvægi í umræðum. Ég stend með sanngirni í umfjöllun um það sem fréttnæmt þykir. Ég stend með faglegri umræðu, þar sem enginn er niðurlægður eða lagður í umræðueinelti af fjölmiðlafólki.
Auðvitað skil ég að það hljóti að hafa komið flatt upp á þá sem töldu sig vera í meirihluta gegn Trump að vakna upp við það að þurfa að sætta sig við að vera í minnihluta með Hillary. Fyrir þá sem voru vanir að fylgja meirihlutanum í hefðbundinni meðvirkni var eflaust skrýtið að þurfa allt í einu að fara að halda með Trump til að vera samkvæmir sjálfum sér. Fyrir mörgum var morguninn eftirminnilegi; þegar úrslit bandarísku kosninganna var ljós, dagurinn þegar rétttrúnaðurinn hitti ömmu sína.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar