Söluferli með fullu trausti Hafliði Helgason skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Lindarhvoll ehf. sem sér um sölu ríkiseigna sendi frá sér yfirlýsingu þar sem vísað var á bug ásökunum sem bjóðendur í Klakka höfðu sett fram. Gagnrýni bjóðendanna var margháttuð og laut að því að möguleiki hefði verið á gagnaleka í ferlinu og gefið var í skyn að tengsl væru á milli þeirra sem sáu um útboðið og þeirra sem áttu hæsta boð. Nú er ekkert fast í hendi um hvort þær ásakanir sem settar voru fram eigi við rök að styðjast. Vonandi ekki. Hitt er annað að umkvartanirnar eru áminning um það hversu mikilvægt er að vanda í hvívetna sölu þeirra eigna sem ríkið hefur með höndum. Það er öllum ljóst að við hrun fjármálakerfisins glötuðust miklir fjármunir sem að stórum hluta til hafa unnist til baka, þegar horft er yfir heildina. Einstaklingar og fyrirtæki urðu illa úti og eins og gerist í djúpum hagsveiflum, þá eru alltaf einhverjir sem verða fyrir óbætanlegu tjóni. Traust er mikilsverð verðmæti og eitt það alvarlegasta við hrunið er að traustið í samfélaginu beið hnekki. Samfélög þar sem traust er mikið þurfa að reka færri varnagla í viðskiptum og samskiptum. Orðstír og venjur samfélags þar sem traust er mikið tryggja að unnið sé af sanngirni og heiðarleika. Fyrir utan að slík samfélög eru betri sparar traustið mikla vinnu og kostnað við að girða fyrir möguleg og ómöguleg brot á samningum. Við erum því miður ekki komin á þann stað. Almennt ríkir enn veruleg tortryggni í garð viðskipta af ýmsu tagi og þá ekki síst hvernig farið er með eignir í eigu almennings. Hér þarf því að vanda sig sérstaklega. Í yfirlýsingu Lindarhvols er ekki að finna svar við þeirri megin gagnrýni að tilboð hafi verið opnuð í vitna viðurvist öll í einu. Nú er það svo að ekki er dreginn svo út flatskjár í happdrætti að fulltrúi sýslumanns sé ekki á staðnum. Um innkaup ríkisins gilda strangar reglur um að tilboð séu opnuð að tilboðsgjöfum viðstöddum. Þessar reglur eru ekki settar vegna þess að það sé almenn skoðun að stjórnendur líknarfélaga sem eru með happdrætti séu almennt óheiðarlegt fólk eða að hjá ríkiskaupum starfi fólk sem ekki er vant að virðingu sinni. Þetta vinnulag er viðhaft til þess að ekki sé mögulegt að draga í efa að rétt sé að málum staðið. Gagnrýnin á söluferli Lindarhvols er einmitt áminning um þetta. Við núverandi aðstæður er sérlega mikilvægt að hafa í huga að hvergi sé hægt að draga ferli í efa. Það kann að vera að slík vinnubrögð kosti meira, bæði að ferlið verði dýrara og ekki fáist jafn hátt verð og með minna gagnsæi. Þetta snýst ekki einungis um hvort farið sé að lögum. Þetta snýst um traust og það er verðmætt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Lindarhvoll ehf. sem sér um sölu ríkiseigna sendi frá sér yfirlýsingu þar sem vísað var á bug ásökunum sem bjóðendur í Klakka höfðu sett fram. Gagnrýni bjóðendanna var margháttuð og laut að því að möguleiki hefði verið á gagnaleka í ferlinu og gefið var í skyn að tengsl væru á milli þeirra sem sáu um útboðið og þeirra sem áttu hæsta boð. Nú er ekkert fast í hendi um hvort þær ásakanir sem settar voru fram eigi við rök að styðjast. Vonandi ekki. Hitt er annað að umkvartanirnar eru áminning um það hversu mikilvægt er að vanda í hvívetna sölu þeirra eigna sem ríkið hefur með höndum. Það er öllum ljóst að við hrun fjármálakerfisins glötuðust miklir fjármunir sem að stórum hluta til hafa unnist til baka, þegar horft er yfir heildina. Einstaklingar og fyrirtæki urðu illa úti og eins og gerist í djúpum hagsveiflum, þá eru alltaf einhverjir sem verða fyrir óbætanlegu tjóni. Traust er mikilsverð verðmæti og eitt það alvarlegasta við hrunið er að traustið í samfélaginu beið hnekki. Samfélög þar sem traust er mikið þurfa að reka færri varnagla í viðskiptum og samskiptum. Orðstír og venjur samfélags þar sem traust er mikið tryggja að unnið sé af sanngirni og heiðarleika. Fyrir utan að slík samfélög eru betri sparar traustið mikla vinnu og kostnað við að girða fyrir möguleg og ómöguleg brot á samningum. Við erum því miður ekki komin á þann stað. Almennt ríkir enn veruleg tortryggni í garð viðskipta af ýmsu tagi og þá ekki síst hvernig farið er með eignir í eigu almennings. Hér þarf því að vanda sig sérstaklega. Í yfirlýsingu Lindarhvols er ekki að finna svar við þeirri megin gagnrýni að tilboð hafi verið opnuð í vitna viðurvist öll í einu. Nú er það svo að ekki er dreginn svo út flatskjár í happdrætti að fulltrúi sýslumanns sé ekki á staðnum. Um innkaup ríkisins gilda strangar reglur um að tilboð séu opnuð að tilboðsgjöfum viðstöddum. Þessar reglur eru ekki settar vegna þess að það sé almenn skoðun að stjórnendur líknarfélaga sem eru með happdrætti séu almennt óheiðarlegt fólk eða að hjá ríkiskaupum starfi fólk sem ekki er vant að virðingu sinni. Þetta vinnulag er viðhaft til þess að ekki sé mögulegt að draga í efa að rétt sé að málum staðið. Gagnrýnin á söluferli Lindarhvols er einmitt áminning um þetta. Við núverandi aðstæður er sérlega mikilvægt að hafa í huga að hvergi sé hægt að draga ferli í efa. Það kann að vera að slík vinnubrögð kosti meira, bæði að ferlið verði dýrara og ekki fáist jafn hátt verð og með minna gagnsæi. Þetta snýst ekki einungis um hvort farið sé að lögum. Þetta snýst um traust og það er verðmætt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun