Heilbrigð samkeppni Erling Freyr Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar