Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður Benedikt Bóas skrifar 17. nóvember 2016 13:00 Það þarf að huga að ýmsu þegar samið er verk fyrir stórfyrirtæki. Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira