Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður Benedikt Bóas skrifar 17. nóvember 2016 13:00 Það þarf að huga að ýmsu þegar samið er verk fyrir stórfyrirtæki. Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira