Evrópumálin verði ekki forgangsmál á næsta kjörtímabili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 18:10 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira