Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 10:49 Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira