Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2016 12:08 Samkvæmt EES-samningnum ætti að mega flytja inn ferskt kjöt hingað til lands. vísir/getty Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira