Þetta er ástæðan fyrir að millistéttin kaus Trump Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Margar efnahagslegar ástæður eru fyrir því að ómenntaðir hvítir meðlimir millistéttar Bandaríkjanna kusu Donald Trump. Vísir/getty Kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna í síðustu viku veldur miklum usla og kom flestum töluvert á óvart. Margir hafa bent á að kjósendur Trumps hafi verið hvítir meðlimir millistéttarinnar, ósáttir og án háskólamenntunar, sem kusu Repúblíkana frekar en Demókrata. Rót þess vanda á rætur sínar að rekja til fjörutíu ára þróunar í Bandaríkjunum sem hér verður farið yfir. Vert er þó að nefna að Trump hefði ekki sigrað ef hvítir háskólamenntaðir meðlimir millistéttarinnar, sem hafa notið góðs af efnahagsþróun síðustu ára, hefðu ekki líka kosið hann.Meðallaun lækka um 20%Frá árunum 1975 til 2014 drógust meðallaun hvítra karlmanna án háskólamenntunar saman um 20 prósent (sé tekið tillit til verðbólgu) samkvæmt tölum frá Center on Budget and Policy Priorities. Launin drógust saman um fjórtán prósent milli 2007 og 2014. Washington Post greinir frá því að í ljósi bættra efnahagsskilyrða hafi launin hækkað um sex prósent á síðasta ári, hins vegar hafi það alls ekki dugað til til að endurvinna launamissi frá því fyrir efnahagskreppuna. Könnun frá 2014 sýndi að þrátt fyrir að störfum hefði fjölgað á ný eftir kreppuna voru meðallaun þeirra 23 prósentum lægri en vegna fyrri starfa sem töpuðust.Laun óháskólamenntaðra, meðal annars námamanna, hafa lækkað.Auðurinn færist til þeirra ríkuAuk launalækkunar hefur hópur í dreifbýli Bandaríkjanna upplifað að verksmiðjum, kolanámum og verslunum hafi verið lokað í hverfum þeirra. Nýjar atvinnugreinar spruttu upp á síðustu 40 árum í borgum þar sem þessi hópur bjó ekki og þeim störfum var haldið uppi af fólki með háskólagráður. Könnun frá 2014 sem gerð var fyrir US Conference of Mayors and the Council on Metro Economics and the New American City sýndi að á síðustu fjörutíu árum hefði auður færst enn frekar til þeirra ríku í samfélaginu.Amerísk störf til KínaDreifbýlisbúar í Bandaríkjunum hrifust mjög af talanda Trumps þar sem hann sýndi andúð á NAFTA, fríverslunarsamningi Bandaríkjanna við Mexíkó og Kanada, sem og við aukin viðskipti við Kína frá aldamótum. En efnahagsrannsóknir benda til þess að sú aukning hafi kostað Bandaríkjamenn tvær milljónir starfa. Skoðanakannanir CNN sýna að þessi hópur er ekki sá fátækasti í Bandaríkjunum en þetta sé sá hópur sem hafi hvað neikvæðustu sýn á framtíðarvelmegun sína. Hópurinn er á móti fríverslun, treystir illa bönkum og stofnunum, en er á móti niðurskurði í velferðarmálum.Háskólamenntaðir kusu TrumpÞað er í raun merkilegra að Trump hafi náð til hvítra menntaðra meðlima millistéttarinnar, frekar en til þeirra ómenntuðu sem hafa séð störf sín hverfa og launin lækka. Washington Post bendir á að sá hópur hafi hagnast af „nýja hagkerfinu“. Hann naut góðs af ódýrari innfluttum vörum og hærri launum en flestir aðrir hópar. New Republic greinir frá því að Gallup-könnun frá því í ágúst sýndi að meðalstuðningsmaður Trumps hefði hvorki orðið fyrir skaða vegna erlendra viðskipta né vegna innflytjenda. Könnunin sýndi jafnframt að stærsti hluti fylgjenda hans væri hvorki með lægri meðallaun en aðrir Bandaríkjamenn né líklegri til að vera atvinnulaus.Friðrik Már BaldurssonPopúlísk efnahagsstefna hittir þá verst sem kjósa hana„Ég leyfi mér að efast um það að millistéttarhópurinn sem kaus Trump muni uppskera mikið úr því. Það er þó enginn vafi á því að þeir sem eru í efri tekjuhópum munu uppskera því þeir fá skattalækkun sem verður þeim beint til góða.“ Þetta segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Litið til lengri tíma bendir Friðrik Már á að sagan sýni að popúlísk efnahagsstefna hitti þá verst fyrir sem kjósa hana yfir sig, yfirleitt þá sem lakar standa í samfélaginu. „Þetta er auðvitað nokkuð óljóst enn þá, hvernig efnahagsstefnan verður. En eitt af því sem verður örugglega gert fyrst er að lækka skatta. Trump er fyrst og fremst að tala um niðurfellingu á efstu skattþrepunum. Þeir sem eru í efsta eina prósentinu, þeir fá langsamlegast mest af þessu. Áætlað er að þeirra tekjur hækki um allt að fimmtán prósent, á meðan þeir sem eru í lægri tekjubilum fá nánast ekkert út úr þessu, þeir sem eru í miðri tekjudreifingunni fá mun minna en þeir í efstu,“ segir Friðrik Már. Mikið hefur verið gert úr hag þeirra sem eru staðsettir á gömlu iðnaðarsvæðum Bandaríkjanna, í ryðbeltinu svokallaða, og hafa tapað störfum á síðustu árum. „Þetta fólk vonast til að fá störfin sín til baka og að tekjur þess hækki. Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum hefur að einhverju leyti færst til Kína og Mexíkó og annarra landa, en hún er engu að síður í sögulegu hámarki núna. Það sem hefur gerst samhliða er gríðarleg framleiðni út af tækniþróun. Margur iðnaðurinn, eins og kolanám, er orðinn meira eða minna sjálfvirkur. Þannig að störfin koma ekki til baka nema að litlu leyti, meira að segja ef settur verður á verndartollur og verulega dregið úr innflutningi,“ segir Friðrik Már. „Það má frekar ætla að svona verndarstefna muni hafa neikvæð áhrif á lífskjör yfir heildina litið.“ Hann segir að aldrei hafi verið brugðist við neikvæðri upplifun verkafólks í Bandaríkjunum af alþjóðavæðingunni. Önnur lönd eins og Danmörk hafi stutt fólk til endurmenntunar og þjálfunar til nýrra starfa. „Það er mjög erfitt að sjá að þessi stefna Trumps muni snúa þessari þróun við, þessari þróun sem hefur átt sér stað í tengslum við alþjóðavæðinguna ekki síst. Megnið af breytingunum hefur orðið vegna tæknivæðingar en ekki alþjóðavæðingar og því verður ekki snúið við.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna má rekja til hvítra, ómenntaðra, eldri kjósenda sem búsettir eru utan stórborga. Þjóðfélagshópum sem kusu Trump finnst þeir gleymdir í pólitískri orðræðu Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna í síðustu viku veldur miklum usla og kom flestum töluvert á óvart. Margir hafa bent á að kjósendur Trumps hafi verið hvítir meðlimir millistéttarinnar, ósáttir og án háskólamenntunar, sem kusu Repúblíkana frekar en Demókrata. Rót þess vanda á rætur sínar að rekja til fjörutíu ára þróunar í Bandaríkjunum sem hér verður farið yfir. Vert er þó að nefna að Trump hefði ekki sigrað ef hvítir háskólamenntaðir meðlimir millistéttarinnar, sem hafa notið góðs af efnahagsþróun síðustu ára, hefðu ekki líka kosið hann.Meðallaun lækka um 20%Frá árunum 1975 til 2014 drógust meðallaun hvítra karlmanna án háskólamenntunar saman um 20 prósent (sé tekið tillit til verðbólgu) samkvæmt tölum frá Center on Budget and Policy Priorities. Launin drógust saman um fjórtán prósent milli 2007 og 2014. Washington Post greinir frá því að í ljósi bættra efnahagsskilyrða hafi launin hækkað um sex prósent á síðasta ári, hins vegar hafi það alls ekki dugað til til að endurvinna launamissi frá því fyrir efnahagskreppuna. Könnun frá 2014 sýndi að þrátt fyrir að störfum hefði fjölgað á ný eftir kreppuna voru meðallaun þeirra 23 prósentum lægri en vegna fyrri starfa sem töpuðust.Laun óháskólamenntaðra, meðal annars námamanna, hafa lækkað.Auðurinn færist til þeirra ríkuAuk launalækkunar hefur hópur í dreifbýli Bandaríkjanna upplifað að verksmiðjum, kolanámum og verslunum hafi verið lokað í hverfum þeirra. Nýjar atvinnugreinar spruttu upp á síðustu 40 árum í borgum þar sem þessi hópur bjó ekki og þeim störfum var haldið uppi af fólki með háskólagráður. Könnun frá 2014 sem gerð var fyrir US Conference of Mayors and the Council on Metro Economics and the New American City sýndi að á síðustu fjörutíu árum hefði auður færst enn frekar til þeirra ríku í samfélaginu.Amerísk störf til KínaDreifbýlisbúar í Bandaríkjunum hrifust mjög af talanda Trumps þar sem hann sýndi andúð á NAFTA, fríverslunarsamningi Bandaríkjanna við Mexíkó og Kanada, sem og við aukin viðskipti við Kína frá aldamótum. En efnahagsrannsóknir benda til þess að sú aukning hafi kostað Bandaríkjamenn tvær milljónir starfa. Skoðanakannanir CNN sýna að þessi hópur er ekki sá fátækasti í Bandaríkjunum en þetta sé sá hópur sem hafi hvað neikvæðustu sýn á framtíðarvelmegun sína. Hópurinn er á móti fríverslun, treystir illa bönkum og stofnunum, en er á móti niðurskurði í velferðarmálum.Háskólamenntaðir kusu TrumpÞað er í raun merkilegra að Trump hafi náð til hvítra menntaðra meðlima millistéttarinnar, frekar en til þeirra ómenntuðu sem hafa séð störf sín hverfa og launin lækka. Washington Post bendir á að sá hópur hafi hagnast af „nýja hagkerfinu“. Hann naut góðs af ódýrari innfluttum vörum og hærri launum en flestir aðrir hópar. New Republic greinir frá því að Gallup-könnun frá því í ágúst sýndi að meðalstuðningsmaður Trumps hefði hvorki orðið fyrir skaða vegna erlendra viðskipta né vegna innflytjenda. Könnunin sýndi jafnframt að stærsti hluti fylgjenda hans væri hvorki með lægri meðallaun en aðrir Bandaríkjamenn né líklegri til að vera atvinnulaus.Friðrik Már BaldurssonPopúlísk efnahagsstefna hittir þá verst sem kjósa hana„Ég leyfi mér að efast um það að millistéttarhópurinn sem kaus Trump muni uppskera mikið úr því. Það er þó enginn vafi á því að þeir sem eru í efri tekjuhópum munu uppskera því þeir fá skattalækkun sem verður þeim beint til góða.“ Þetta segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Litið til lengri tíma bendir Friðrik Már á að sagan sýni að popúlísk efnahagsstefna hitti þá verst fyrir sem kjósa hana yfir sig, yfirleitt þá sem lakar standa í samfélaginu. „Þetta er auðvitað nokkuð óljóst enn þá, hvernig efnahagsstefnan verður. En eitt af því sem verður örugglega gert fyrst er að lækka skatta. Trump er fyrst og fremst að tala um niðurfellingu á efstu skattþrepunum. Þeir sem eru í efsta eina prósentinu, þeir fá langsamlegast mest af þessu. Áætlað er að þeirra tekjur hækki um allt að fimmtán prósent, á meðan þeir sem eru í lægri tekjubilum fá nánast ekkert út úr þessu, þeir sem eru í miðri tekjudreifingunni fá mun minna en þeir í efstu,“ segir Friðrik Már. Mikið hefur verið gert úr hag þeirra sem eru staðsettir á gömlu iðnaðarsvæðum Bandaríkjanna, í ryðbeltinu svokallaða, og hafa tapað störfum á síðustu árum. „Þetta fólk vonast til að fá störfin sín til baka og að tekjur þess hækki. Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum hefur að einhverju leyti færst til Kína og Mexíkó og annarra landa, en hún er engu að síður í sögulegu hámarki núna. Það sem hefur gerst samhliða er gríðarleg framleiðni út af tækniþróun. Margur iðnaðurinn, eins og kolanám, er orðinn meira eða minna sjálfvirkur. Þannig að störfin koma ekki til baka nema að litlu leyti, meira að segja ef settur verður á verndartollur og verulega dregið úr innflutningi,“ segir Friðrik Már. „Það má frekar ætla að svona verndarstefna muni hafa neikvæð áhrif á lífskjör yfir heildina litið.“ Hann segir að aldrei hafi verið brugðist við neikvæðri upplifun verkafólks í Bandaríkjunum af alþjóðavæðingunni. Önnur lönd eins og Danmörk hafi stutt fólk til endurmenntunar og þjálfunar til nýrra starfa. „Það er mjög erfitt að sjá að þessi stefna Trumps muni snúa þessari þróun við, þessari þróun sem hefur átt sér stað í tengslum við alþjóðavæðinguna ekki síst. Megnið af breytingunum hefur orðið vegna tæknivæðingar en ekki alþjóðavæðingar og því verður ekki snúið við.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna má rekja til hvítra, ómenntaðra, eldri kjósenda sem búsettir eru utan stórborga. Þjóðfélagshópum sem kusu Trump finnst þeir gleymdir í pólitískri orðræðu Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna má rekja til hvítra, ómenntaðra, eldri kjósenda sem búsettir eru utan stórborga. Þjóðfélagshópum sem kusu Trump finnst þeir gleymdir í pólitískri orðræðu Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 08:00