Leitin hefur engan árangur borið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2016 19:23 Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar. Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira