Pólskt súpermódel og tveir Sauðkrækingar Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 10:00 Arnar Freyr Frostason var bara slakur á ættarmóti þegar hann fékk fréttirnar um að Vice og frægt pólskt módel vildu gera myndband með Úlfur Úlfur. Vísir/Anton Brink Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð. Airwaves Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð.
Airwaves Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira