Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 18:36 Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48