Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2016 12:07 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29