Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2016 12:07 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29