Veðrið á Airwaves: Vætusamt og kalt en að mestu laust við hvassviðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 14:45 Biðraðir eru óhjákvæmilegur fylgifiskur Airwaves. Vísir/Andri Marinó Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land. Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land.
Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00
Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30
Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11