Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Garðar Örn Úlfarsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 3. nóvember 2016 07:00 Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. vísir/ernir Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira