Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Garðar Örn Úlfarsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 3. nóvember 2016 07:00 Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. vísir/ernir Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira