Bakvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson er genginn í raðir KR. Hann var kynntur til leiks í KR-heimilinu nú rétt í þessu.
Arnór Sveinn, sem er þrítugur, kemur frá Breiðabliki sem hann hefur leikið með allan sinn feril hér á landi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við vesturbæjarliðið.
Arnór Sveinn lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðabliks árið 2004 og lék með liðinu til ársins 2011 þegar hann fór til Hönefoss í Noregi. Arnór Sveinn sneri aftur í Kópavoginn 2014 og síðustu þrjú tímabil lék hann með Blikum.
Arnór Sveinn lék 10 leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í sumar en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu seinni hluta tímabils.
Arnór Sveinn varð bikarmeistari með Breiðabliki 2009 og Íslandsmeistari árið eftir. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki.
Arnór Sveinn er fyrsti leikmaðurinn sem KR fær til liðs við sig eftir að síðasta tímabili lauk.
KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildinni síðasta sumar eftir frábæran endasprett. Fyrr í vikunni var gengið frá því að Willum Þór Þórsson verði áfram þjálfari liðsins.
Arnór Sveinn orðinn leikmaður KR

Tengdar fréttir

Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin
KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR.

Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin.