Passar í meistaramótið hjá KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 KR vann níu af þrettán deildarleikjum sínum undir stjórn Willums síðasta sumar. vísir/hanna KR-ingar vilja að KR-ingar þjálfi liðið sitt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar litið er yfir þjálfara KR-liðsins undanfarin ár. Næsti þjálfari liðsins er líka röndóttur í gegn og hann fellur líka fullkomlega í það mót þjálfara sem hafa skilað KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum undanfarin sautján ár. Willum Þór Þórsson verður þjálfari KR-liðsins næsta sumar. Stjórn KR gekk frá því í gær og mun kynna nýja „gamla“ þjálfarann á næstu dögum. Sumarið 2016 hjá KR skiptist í tvo hluta. Þann hluta sem Bjarni Guðjónsson stýrði og skilaði KR í hóp lélegustu liða Pepsi-deildarinnar og þann sem Willum Þór Þórsson stýrði þegar KR-liðið fékk langflest stig af öllum liðum deildarinnar. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að Willum Þór fái nú fastráðningu sem þjálfari KR. Það voru bara tvö lið í deildinni sem fengu færri stig en KR þegar Bjarni sat í þjálfarastólnum (fallliðin Þróttur og Fylkir) og KR-liðið fékk sex stigum meira en Íslandsmeistarar FH eftir að Willum Þór kom til bjargar í júnílok.grafík/fréttablaðiðWillum Þór Þórsson hefur þegar skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum í hús. Það gerði hann 2002 og 2003 og varð þar með fyrsti þjálfari KR í meira en sextíu ár til að vinna titilinn tvö ár í röð. Willum Þór hafði líka komist í hóp með Óla B. Jónssyni síðasta sumar þegar hann tók aftur við KR. Willum verður nú fyrsti þjálfarinn frá 1970 til að fá að taka aftur við KR-liðinu sem fastráðinn framtíðarþjálfari. KR-ingar biðu í 31 ár eftir Íslandsmeistaratitlinum frá 1968 til 1999 og fjölmargir þjálfarar fengu að spreyta sig á þeim tíma. Það var hins vegar Atli Eðvaldsson sem náði að landa hinum langþráða titli sumarið 1999. Atli hafði sjálfur spilað með KR frá 1990 til 1993 en fyrstu þrjú árin voru KR-ingar að flestra mati með meistaralið í höndunum án þess þó að vinna titilinn. Eftirmaður Atla, Pétur Pétursson, var einnig með honum í KR-liðinu frá 1990 til 1991, og Pétur gerði KR að meisturum á fyrsta ári sumarið 2000. Eftir eitt slakt ár 2001, þar sem Pétur missti meðal annars starfið sitt, tók Willum Þór við og KR vann titilinn tvö fyrstu ár hans. Willum Þór hætti aftur á móti eftir dapurt tímabil sumarið 2004. KR-ingar voru í neðri hluta deildarinnar þegar Rúnar Kristinsson tók við af Loga Ólafssyni sumarið 2010. Rúnar átti eftir að ná besta árangri KR-þjálfara í 85 ár með því að vinna titil á fjórum tímabilum í röð þar á meðal vann liðið Íslandsmeistaratitlana 2011 og 2013. Eftirmaður Rúnars, Bjarni Guðjónsson, hefði að öllu eðlilegu átt að falla í meistaramótið en hann sker sig þó úr á einum stað. Bjarni vann tvo Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR en þeim Atla, Pétri, Willum Þór og Rúnari tókst aldrei að verða Íslandsmeistarar með KR-liðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
KR-ingar vilja að KR-ingar þjálfi liðið sitt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar litið er yfir þjálfara KR-liðsins undanfarin ár. Næsti þjálfari liðsins er líka röndóttur í gegn og hann fellur líka fullkomlega í það mót þjálfara sem hafa skilað KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum undanfarin sautján ár. Willum Þór Þórsson verður þjálfari KR-liðsins næsta sumar. Stjórn KR gekk frá því í gær og mun kynna nýja „gamla“ þjálfarann á næstu dögum. Sumarið 2016 hjá KR skiptist í tvo hluta. Þann hluta sem Bjarni Guðjónsson stýrði og skilaði KR í hóp lélegustu liða Pepsi-deildarinnar og þann sem Willum Þór Þórsson stýrði þegar KR-liðið fékk langflest stig af öllum liðum deildarinnar. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að Willum Þór fái nú fastráðningu sem þjálfari KR. Það voru bara tvö lið í deildinni sem fengu færri stig en KR þegar Bjarni sat í þjálfarastólnum (fallliðin Þróttur og Fylkir) og KR-liðið fékk sex stigum meira en Íslandsmeistarar FH eftir að Willum Þór kom til bjargar í júnílok.grafík/fréttablaðiðWillum Þór Þórsson hefur þegar skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum í hús. Það gerði hann 2002 og 2003 og varð þar með fyrsti þjálfari KR í meira en sextíu ár til að vinna titilinn tvö ár í röð. Willum Þór hafði líka komist í hóp með Óla B. Jónssyni síðasta sumar þegar hann tók aftur við KR. Willum verður nú fyrsti þjálfarinn frá 1970 til að fá að taka aftur við KR-liðinu sem fastráðinn framtíðarþjálfari. KR-ingar biðu í 31 ár eftir Íslandsmeistaratitlinum frá 1968 til 1999 og fjölmargir þjálfarar fengu að spreyta sig á þeim tíma. Það var hins vegar Atli Eðvaldsson sem náði að landa hinum langþráða titli sumarið 1999. Atli hafði sjálfur spilað með KR frá 1990 til 1993 en fyrstu þrjú árin voru KR-ingar að flestra mati með meistaralið í höndunum án þess þó að vinna titilinn. Eftirmaður Atla, Pétur Pétursson, var einnig með honum í KR-liðinu frá 1990 til 1991, og Pétur gerði KR að meisturum á fyrsta ári sumarið 2000. Eftir eitt slakt ár 2001, þar sem Pétur missti meðal annars starfið sitt, tók Willum Þór við og KR vann titilinn tvö fyrstu ár hans. Willum Þór hætti aftur á móti eftir dapurt tímabil sumarið 2004. KR-ingar voru í neðri hluta deildarinnar þegar Rúnar Kristinsson tók við af Loga Ólafssyni sumarið 2010. Rúnar átti eftir að ná besta árangri KR-þjálfara í 85 ár með því að vinna titil á fjórum tímabilum í röð þar á meðal vann liðið Íslandsmeistaratitlana 2011 og 2013. Eftirmaður Rúnars, Bjarni Guðjónsson, hefði að öllu eðlilegu átt að falla í meistaramótið en hann sker sig þó úr á einum stað. Bjarni vann tvo Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR en þeim Atla, Pétri, Willum Þór og Rúnari tókst aldrei að verða Íslandsmeistarar með KR-liðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira