Herra Hnetusmjör hefur verið hampað sem nýrri og ferskri rödd í senunni en á bak við hann stendur hópurinn Kópboisentertainment, sem er iðulega skammstafað KBE. Þá hefur hann skipað sér sess meðal vinsælustu rappara landsins en hip-hop tónlist hefur svo sannarlega risið upp að undanförnu og talið er að nú sé ákveðið blómaskeið tónlistarstefnunnar.
Myndbandið, sem tekið er upp í Kópavogi, er eftir Hlyn Hólm en það var unnið í samstarfi við Evil Genius Production og KBE. Lagið fagnar uppeldishverfi rapparans, 203 Kópavogi.