Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. Vísir/Getty Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila