Leit hófst á laugardag en mennirnir fundust um klukkan tvö í gær. Mikil þoka, rok og töluvert vatnsveður gerðu leitarmönnum erfitt um vik en þegar allt var talið komu um 200 manns að leitinni þegar mest lét.
Mennirnir sem leitað var að höfðu leitað sér skjóls undan veðrinu ofarlega í hlíðum Gráborgar, ofan Hestdala sem ganga inn af Kolgrafarfirði. Voru þeir orðnir bæði kaldir og blautir þegar björgunarsveitarmenn komu að þeim.

Það var þó annað upp á teningnum þegar þessi hluti leitarmanna þurfti að komast yfir ána en líkt og sjá má þurfti fjölda manns til þess að koma öllum leitarmönnum og búnaði yfir ána. Þór Þorsteinnson birtir myndbandið á Facebook-síðu sinni.
„Lokametranir á annars erfiðum degi - Ég er ákaflega stoltur af að vera hluti af þessari heild sem hugsar í lausnum en ekki vandamálum með samvinnu en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi,“ skrifar Þór við myndbandið.