Fjölskyldan átti hug Andy Murray á fyrsta deginum sem sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 22:30 Bræðurnir Andy Murray og Jamie Murray. Vísir/Getty Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016 Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016
Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira