Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 16:11 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í bústaðarferðinni eftirminnilegu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16. Kosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Kosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira