Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 09:38 Lárus Welding í dómsal í gær. vísir/gva Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. Þetta kom fram undir lok skýrslutöku saksóknara yfir Lárusi við aðalmeðferð Aurum-málsins í gær þegar hann fór að spyrja hann aftur út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsta eiganda Glitnis á þeim sem Aurum-málið nær til. Bæði Lárus og Jón Ásgeir eru ákærðir í málinu, sá fyrrnefndi fyrir umboðssvik og sá síðarnefndi fyrir hlutdeild í umboðssvikum, vegna sex milljarða króna láns Glitnis til FS38 í júlí 2008. Saksóknari hafði fyrr í skýrslutökunni spurt Lárus ítarlega út í samskipti hans og Jóns Ásgeirs en lesa má um það nánar hér. Undir lokin spurði hann svo hver hefði haft frumkvæði að því að ráða Lárus sem forstjóra Glitnis. Sagði Lárus að það hefði verið Jón Sigurðsson en hann var forstjóri FL Group og varaformaður stjórnar Glitnis. Jón Ásgeir átti stóran hlut í FL Group í gegnum Baug og var stjórnarformaður félagsins frá í eitt ár, frá því í júní 2007 til júní 2008. Fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfinu Saksóknari spurði Lárus sérstaklega hvort að Jón Ásgeir hefði ekki átt í neinum viðræðum við hann um að koma til starfa hjá Glitni áður en hann settist í forstjórastólinn á vormánuðum 2007. Lárus sagðist ekki reka minni til þess og þá kvaðst hann hafa samið um kaup og kjör við Jón Sigurðsson en hann fékk 300 milljónir króna fyrir að taka við starfinu, eins og greint var frá í ársskýrslu Glitnis fyrir árið 2007. Lárus var síðan spurður hver hefði haft forgöngu um að finna aðila í stjórn Glitnis. Hann gat ekki munað það sérstaklega en sagði það þó vera ljóst að það hefðu verið stærstu eigendurnir hefðu haft með það að gera en þar á meðal var FL Group. Hann sagði jafnframt aðspurður að stærð eignarhluta FL Group og tengdra félaga hefði ekki haft nein áhrif á viðskipti félaganna hjá Glitni og að hluthafarnir hefðu ekki notið hagfelldra viðskipta í bankanum, heldur þvert á móti. Gamlir vinir Saksóknari bar síðan tölvupósta undir Lárus sem höfðu farið á milli hans og Jóns Ásgeirs í febrúar 2008. Í einum þeirra listar Jón Ásgeir upp nokkur mál sem hann virðist telja brýnt að klára en Lárus áframsendir þann póst á Jón Sigurðsson og skrifar: „Er ég rekinn“ Lárus gerði ekki mikið úr þessum tölvupósti í dag, sagði að hann og Jón Sigurðsson væru gamlir vinir og þá hafði hann heldur ekki mikið að segja um eftirfarandi póst frá Jóni Ásgeiri sem hann fékk líka í febrúar 2008. Í heiti póstsins er vísað í að upplýsingarnar í honum séu komnar frá ríkisstjórninni og að Jón Ásgeir hafi þær frá fyrstu hendi. Átti ríkisstjórnin að hafa þetta um Glitni að segja samkvæmt pósti Jóns Ásgeirs: „Að Glitnir banki einn íslenskra banka eigi í raun við vanda að glíma. Bankinn hafi veika forystu og litla hæfni til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem ríki nú. Bankastjórinn virðist í sjokki og hafi ekki sterkt bakland innan bankans.“ Saksóknari spurði Lárus hvort þetta hafi verið vantraustsyfirlýsing á hans störf en hann sagðist ekki muna eftir póstinum. Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa haft áhyggjur af stöðu sinni innan bankans heldur af stöðu bankans sjálfs. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. Þetta kom fram undir lok skýrslutöku saksóknara yfir Lárusi við aðalmeðferð Aurum-málsins í gær þegar hann fór að spyrja hann aftur út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsta eiganda Glitnis á þeim sem Aurum-málið nær til. Bæði Lárus og Jón Ásgeir eru ákærðir í málinu, sá fyrrnefndi fyrir umboðssvik og sá síðarnefndi fyrir hlutdeild í umboðssvikum, vegna sex milljarða króna láns Glitnis til FS38 í júlí 2008. Saksóknari hafði fyrr í skýrslutökunni spurt Lárus ítarlega út í samskipti hans og Jóns Ásgeirs en lesa má um það nánar hér. Undir lokin spurði hann svo hver hefði haft frumkvæði að því að ráða Lárus sem forstjóra Glitnis. Sagði Lárus að það hefði verið Jón Sigurðsson en hann var forstjóri FL Group og varaformaður stjórnar Glitnis. Jón Ásgeir átti stóran hlut í FL Group í gegnum Baug og var stjórnarformaður félagsins frá í eitt ár, frá því í júní 2007 til júní 2008. Fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfinu Saksóknari spurði Lárus sérstaklega hvort að Jón Ásgeir hefði ekki átt í neinum viðræðum við hann um að koma til starfa hjá Glitni áður en hann settist í forstjórastólinn á vormánuðum 2007. Lárus sagðist ekki reka minni til þess og þá kvaðst hann hafa samið um kaup og kjör við Jón Sigurðsson en hann fékk 300 milljónir króna fyrir að taka við starfinu, eins og greint var frá í ársskýrslu Glitnis fyrir árið 2007. Lárus var síðan spurður hver hefði haft forgöngu um að finna aðila í stjórn Glitnis. Hann gat ekki munað það sérstaklega en sagði það þó vera ljóst að það hefðu verið stærstu eigendurnir hefðu haft með það að gera en þar á meðal var FL Group. Hann sagði jafnframt aðspurður að stærð eignarhluta FL Group og tengdra félaga hefði ekki haft nein áhrif á viðskipti félaganna hjá Glitni og að hluthafarnir hefðu ekki notið hagfelldra viðskipta í bankanum, heldur þvert á móti. Gamlir vinir Saksóknari bar síðan tölvupósta undir Lárus sem höfðu farið á milli hans og Jóns Ásgeirs í febrúar 2008. Í einum þeirra listar Jón Ásgeir upp nokkur mál sem hann virðist telja brýnt að klára en Lárus áframsendir þann póst á Jón Sigurðsson og skrifar: „Er ég rekinn“ Lárus gerði ekki mikið úr þessum tölvupósti í dag, sagði að hann og Jón Sigurðsson væru gamlir vinir og þá hafði hann heldur ekki mikið að segja um eftirfarandi póst frá Jóni Ásgeiri sem hann fékk líka í febrúar 2008. Í heiti póstsins er vísað í að upplýsingarnar í honum séu komnar frá ríkisstjórninni og að Jón Ásgeir hafi þær frá fyrstu hendi. Átti ríkisstjórnin að hafa þetta um Glitni að segja samkvæmt pósti Jóns Ásgeirs: „Að Glitnir banki einn íslenskra banka eigi í raun við vanda að glíma. Bankinn hafi veika forystu og litla hæfni til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem ríki nú. Bankastjórinn virðist í sjokki og hafi ekki sterkt bakland innan bankans.“ Saksóknari spurði Lárus hvort þetta hafi verið vantraustsyfirlýsing á hans störf en hann sagðist ekki muna eftir póstinum. Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa haft áhyggjur af stöðu sinni innan bankans heldur af stöðu bankans sjálfs.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16
Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45
Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45
Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15