Ljósmyndasýning lýsir upplifun barna af flóttamannabúðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 15:47 Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mynd/íslandsdeild amnesty international Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist.
Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði