Mikill ferðamannastraumur við Geysi í Haukadal nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 18:38 Vísi barst þessi mynd sem tekin var við Geysi í Haukadal í dag. mynd/Kári jónasson „Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
„Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45
Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59