„Maðurinn er heilabilaður!“ Ívar Halldórsson skrifar 24. október 2016 18:17 Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar