Ræða mikla hernaðaruppbyggingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 11:51 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/AFP Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad Donald Trump Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad
Donald Trump Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira