Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 15:05 Vestmannaeyjar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00
Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30