Kaupum ekki köttinn í sekknum Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun