Sá gamli rúllaði öllum upp á 2.000 hestafla Lambo Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 15:38 Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent
Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent