Kosningahelgin frá A til Ö: Ítarleg umfjöllun á fréttastofu 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2016 17:00 Fréttamenn á fréttastofu 365 verða með puttann á púlsinum um kosningahelgina. Vísir/Stefán Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp. Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp.
Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira