Handbolti

Alfreð og félagar með öruggan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Erlangen af velli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en lokatölur 33-26.

Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega og þegar flautað var til hálfleiks var Kiel einungis tveimur mörkum yfir, 13-11.

Hægt og rólega steig þýska stórveldið á bensíngjöfina og þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var munurinn sex mörk, 24-18.

Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Kiel sem skaust á toppinn í bili að minnsta kosti, en Flensburg spilar á morgun. Liðið er með 18 stig á toppnum, en þeir hafa tapað einum leik á tímabilinu.

Domagoj Duvnjak var markahæstur hjá Kiel með níu mörk, en Raul Santos kom næstur með átta mörk. Ole Rahmel var markahæstur hjá Erlangen með sex mörk, en Erlangen er um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×