Hart tekist á í kappræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 07:54 Frá kappræðunum í nótt. Vísir/AFP Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira