Handbolti

Endurkoma í lagi hjá Magnúsi Óla og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Óli Magnússon.
Magnús Óli Magnússon. Vísir/Andri Marinó
Magnús Óli Magnússon og félagar í Ricoh HK fögnuðu sigri í sænska handboltanum í kvöld þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið bjart á lokamínútunum. Það gekk ekki eins vel hjá Erni Inga Bjarkasyni.

Ricoh HK vann þá eins marks sigur á IFK Skövde 24-23 en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Ricoh liðið var þremur mörkum undir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, 20-23, en leikmenn liðsins nýttu lokamínúturnar til þess að snúa leiknum sér í hag.

Ricoh vann síðustu sex mínúturnar 4-0 og Iris Ganibegovic skoraði sigurmarkið af vítalínunni.

Magnús Óli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir lið Ricoh HK í leiknum en hann nýtti tvö af fimm skotum sínum.

Ricoh var ekki búið að vinna í þremur síðustu leikjum sínum en þessi sigur kemur liðinu upp í áttunda sæti með fimm stig úr fimm leikjum.

Örn Ingi Bjarkason skoraði 3 mörk fyrir Hammarby sem tapaði með átta marka mun á útivelli á móti Eskilstuna Guif, 25-17. Örn Ingi skoraði aðeins úr 3 af 10 skotum sínum en eitt af mörkum hans kom af vítalínunni.

Hammarby hefur nú tapað 5 af fyrstu 6 leikjum sínum á tímabilinu og er í hópi neðstu liða deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×