Rúnar Alex: Draumur fyrir mig að spila í svona liði Tómas Þór Þóraðrson skrifar 11. október 2016 08:45 Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í dag klukkan 16.45. Með sigri komast ungu strákarnir okkar beint í lokakeppni EM í Póllandi á næsta ári og leika eftir afrek gullkynslóðarinnar frá því 2011. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending hefst klukkan 16.35. „Ég er rólegur núna. Ég er ekkert stressaður, bara spenntur,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, við Vísi á lokaæfingunni á Laugardalsvellinum í gær.Sjá einnig:Leikur upp á framtíðina Íslenska liðið er á toppi riðilsins og ræður eigin örlögum. Sigur þýðir að liðið er öruggt með farseðil á lokamótið. Rúnari Alex finnst Ísland vera með betra lið en Úkraína. „Mér finnst það. Það segir sitt að við erum efstir í þessum riðli. Ég ætla ekki að vera með of stórar yfirlýsingar en við förum klárlega í þennan leik sem sigurstranglegra liðið þar sem við erum að spila úrslitaleik um að fara á EM en þeir hafa að engu að keppa,“ segir markvörðurinn, en hvert er leyndarmálið á bakvið árangur þessa liðs? „Ég held að það séu tengslin milli leikmanna. Það eru allir góðir vinir, við þekkjum vel inn á hvorn annan og þekkjum okkar takmörk. Svo er stór hlutur í þessu öllu saman að við erum allir að spila í okkar félagsliðum og komum því til móts við landsliðið með sjálfstraust og í leikformi sem skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Rúnar Alex.Rúnar Alex í leiknum gegn Skotlandi í síðustu viku.vísir/ernirStór gluggi Rúnar Alex missti af fjórum leikjum vegna meiðsla í undankeppninni en er búinn að spila fimm og fá aðeins á sig tvö mörk. Varnarleikur íslenska liðsins frá fremsta manni hefur verið frábær nánast alla undankeppnina. „Við erum aðeins búnir að fá á okkur fimm mörk í þremur leikjum og halda hreinu sex sinnum. Það er draumur fyrir mig sem markvörð að spila í svona liði,“ sagði Rúnar Alex, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna „Það er líka draumur fyrir liðið að geta þetta og er rosalegur styrkur. Ef við skorum eitt mark og við höldum hreinu gegn Úkraínu þá erum við komnir á EM.“ U21 árs keppnin er einn stærsti sýningargluggi heims fyrir unga leikmenn og um það eru strákarnir allir meðvitaðir. „Það er stórt fyrir leikmennina sem eru að spila á Íslandi að fá þetta tækifæri. Þetta verður bara geggja ef af verður. Þessi gluggi er risastór - alveg risastórt dæmi“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45 Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30 Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00 Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í dag klukkan 16.45. Með sigri komast ungu strákarnir okkar beint í lokakeppni EM í Póllandi á næsta ári og leika eftir afrek gullkynslóðarinnar frá því 2011. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending hefst klukkan 16.35. „Ég er rólegur núna. Ég er ekkert stressaður, bara spenntur,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, við Vísi á lokaæfingunni á Laugardalsvellinum í gær.Sjá einnig:Leikur upp á framtíðina Íslenska liðið er á toppi riðilsins og ræður eigin örlögum. Sigur þýðir að liðið er öruggt með farseðil á lokamótið. Rúnari Alex finnst Ísland vera með betra lið en Úkraína. „Mér finnst það. Það segir sitt að við erum efstir í þessum riðli. Ég ætla ekki að vera með of stórar yfirlýsingar en við förum klárlega í þennan leik sem sigurstranglegra liðið þar sem við erum að spila úrslitaleik um að fara á EM en þeir hafa að engu að keppa,“ segir markvörðurinn, en hvert er leyndarmálið á bakvið árangur þessa liðs? „Ég held að það séu tengslin milli leikmanna. Það eru allir góðir vinir, við þekkjum vel inn á hvorn annan og þekkjum okkar takmörk. Svo er stór hlutur í þessu öllu saman að við erum allir að spila í okkar félagsliðum og komum því til móts við landsliðið með sjálfstraust og í leikformi sem skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Rúnar Alex.Rúnar Alex í leiknum gegn Skotlandi í síðustu viku.vísir/ernirStór gluggi Rúnar Alex missti af fjórum leikjum vegna meiðsla í undankeppninni en er búinn að spila fimm og fá aðeins á sig tvö mörk. Varnarleikur íslenska liðsins frá fremsta manni hefur verið frábær nánast alla undankeppnina. „Við erum aðeins búnir að fá á okkur fimm mörk í þremur leikjum og halda hreinu sex sinnum. Það er draumur fyrir mig sem markvörð að spila í svona liði,“ sagði Rúnar Alex, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna „Það er líka draumur fyrir liðið að geta þetta og er rosalegur styrkur. Ef við skorum eitt mark og við höldum hreinu gegn Úkraínu þá erum við komnir á EM.“ U21 árs keppnin er einn stærsti sýningargluggi heims fyrir unga leikmenn og um það eru strákarnir allir meðvitaðir. „Það er stórt fyrir leikmennina sem eru að spila á Íslandi að fá þetta tækifæri. Þetta verður bara geggja ef af verður. Þessi gluggi er risastór - alveg risastórt dæmi“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45 Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30 Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00 Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Sjá meira
Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45
Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30
Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30