Nú er að duga eða drepast Ellert B. Schram skrifar 12. október 2016 07:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun