Glódís á EM í fjórða sinn: Getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2016 16:30 Glódís er reynsluboltinn í íslenska hópnum. vísir/anton Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20
Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26