Körfubolti

Eina karfa Andreu í leiknum kom á hárréttum tíma | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Björt Ólafsdóttir, til hægri, var hetja Hólmara í kvöld.
Andrea Björt Ólafsdóttir, til hægri, var hetja Hólmara í kvöld. Vísir/Eyþór
Andrea Björt Ólafsdóttir var hetja Íslandsmeistara Snæfells í kvöld þegar liði sótti 61-59 sigur í Valshöllina á Hlíðarenda.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.

Andrea Björt skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út en Valskonur höfðu áður mistekist að nýta síðustu sóknina.

Þetta var eina karfa Andreu í leiknum en fyrir lokasóknina hafði hún klikkað á báðum skotunum sínum.

Taylor Brown var stigahæst hjá Snæfelli með 24 stig og 7 stolna bolta en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig.

Snæfellsliðið tapaði fyrsta leiknum sínum á móti nýliðum Skallagríms en hefur síðan unnið tvo leiki í röð.

Valskonur eru hinsvegar ennþá stigalausar á botninum eftir þriðja tap sitt í röð. Mia Loyd (25 stig og 18 fráköst) hélt liðinu á floti eins og í hinum leikjunum en hún skoraði 17 stigum meira en sú næststigahæsta í Valsliðinu.

Þriðja umferðina klárast síðan með þremur leikjum á morgun.



Valur-Snæfell 59-61 (7-12, 21-21, 19-12, 12-16)

Valur: Mia Loyd 25/18 fráköst, Elfa Falsdóttir 8, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/7 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3/5 fráköst.

Snæfell: Taylor Brown 24/6 fráköst/7 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/6 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×