Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 08:45 Vísir/GEtty Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira