Fyrsti N-bíll Hyundai til höfðuðs Focus RS og Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 13:28 Hyundai RN30 Concept gefur líklega tóninn hvað útlit i30N bílsins varðar. Hyundai ákvað fyrr á þessu ári að stofna sérstaka sportbíladeild innan fyrirtækisins og skýrði hana N. Fyrsti bíllinn frá þessari sportbíladeild sem Hyundai ætlar að tefla fram á að keppa við ekki minni kraftabíla en Ford Focus RS og Honda Civic Type R og þarf þá heilmikið til. Þessi bíll verður byggður á Hyundai i30 bílnum og fær því stafina i30N. Hann á verða framhjóladrifinn 260 hestafla bíll með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Bíllinn fær að sjálfsögðu sportlega og nýja fjöðrun, nýtt kælikerfi, sterkari undirvagn og stillanlega dempara. Hyundai ætlar líka að bjóða bílinn með enn stærri bremsum sem valkost, meira afl síðar og mismunadrif sem hæfir því afli. Yfirmaður N-deildar Hyundai, Albert Bierman, er fyrrum yfirmaður M-deildar BMW svo hann ætti að vita hvað hann er að gera og hvað markaðurinn vill. Hann fór semsagt úr M í N og líkar það vonandi vel og gerir þar jafn góða hluti. Hann hefur það ekki sem markmið fyrir N-bíla Hyundai að ná besta tímanum á Nürburgring brautinni á meðal stallbaka, meiningin er að framleiða skemmtilega og ódýra sportbíla sem almenningur hefur efni á, svo sem eins og á við Ford Focus RS og Honda Civic Typy R líka. Til greina kemur að að bjóða i30N bílinn fjórhjóladrifinn eins og Ford Focus RS, en hann kemur þó ekki strax. Þessi nýi sportari Hyundai er í fyrstu ætlaður aðallega fyrir Evrópumarkað, en búast má við því að Hyundai selji hann einnig í Bandaríkjunum er fram líða stundir. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Hyundai ákvað fyrr á þessu ári að stofna sérstaka sportbíladeild innan fyrirtækisins og skýrði hana N. Fyrsti bíllinn frá þessari sportbíladeild sem Hyundai ætlar að tefla fram á að keppa við ekki minni kraftabíla en Ford Focus RS og Honda Civic Type R og þarf þá heilmikið til. Þessi bíll verður byggður á Hyundai i30 bílnum og fær því stafina i30N. Hann á verða framhjóladrifinn 260 hestafla bíll með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Bíllinn fær að sjálfsögðu sportlega og nýja fjöðrun, nýtt kælikerfi, sterkari undirvagn og stillanlega dempara. Hyundai ætlar líka að bjóða bílinn með enn stærri bremsum sem valkost, meira afl síðar og mismunadrif sem hæfir því afli. Yfirmaður N-deildar Hyundai, Albert Bierman, er fyrrum yfirmaður M-deildar BMW svo hann ætti að vita hvað hann er að gera og hvað markaðurinn vill. Hann fór semsagt úr M í N og líkar það vonandi vel og gerir þar jafn góða hluti. Hann hefur það ekki sem markmið fyrir N-bíla Hyundai að ná besta tímanum á Nürburgring brautinni á meðal stallbaka, meiningin er að framleiða skemmtilega og ódýra sportbíla sem almenningur hefur efni á, svo sem eins og á við Ford Focus RS og Honda Civic Typy R líka. Til greina kemur að að bjóða i30N bílinn fjórhjóladrifinn eins og Ford Focus RS, en hann kemur þó ekki strax. Þessi nýi sportari Hyundai er í fyrstu ætlaður aðallega fyrir Evrópumarkað, en búast má við því að Hyundai selji hann einnig í Bandaríkjunum er fram líða stundir.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður